Rafbílar í rekstrarleigu
Rekstrarleiga rafbíla býður upp á fjölda kosti fyrir einstaklinga sem og fyrirtæki.
RafbílarFyrirsjáanleiki
Rekstrarleiga gerir greiðslur fyrirsjáanlegar með föstum mánaðarlegum greiðslum sem innihalda viðhald, þjónustu og tryggingar. Þetta einfaldar fjárhagsáætlanagerð og hjálpar til við að stjórna útgjöldum.
Engin fjárbinding
Rekstarleiga Hentar krefst engrar upphafsgreiðslu, sem gerir það að verkum að auðveldara er að hefja notkun á ökutækjunum án þess að þurfa að leggja út háar fjárhæðir.
Engar áhyggjur
Þegar rekstrarleigutímanum lýkur skilar þú einfaldlega ökutækinu aftur. Þetta þýðir að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af endursöluverði eða söluferli ökutækisins.
Skattalegir kostir
Fyrir fyrirtæki eru rekstrarleigugreiðslur oftast frádráttarbærar sem rekstrarkostnaður sem getur lækkað skattbyrði fyrirtækisins. Þetta getur verið talsvert hagkvæmara en að eiga ökutækið þar sem kaup á ökutækjum fela stundum í sér að aðeins hluti af kostnaðinum sé frádráttarbær.
Sveigjanleiki
Rekstrarleiga gefur þér tækifæri til að uppfæra ökutækið þitt í lok samningstímans sem gerir þér kleift að njóta nýjustu ökutækja og öryggisbúnaðar reglulega. Þetta er sérstaklega gagnlegt í fljótt vaxandi geirum eins og rafmagnsbílum.
Breytingar á bifreiðahlunnindum
Frá og með 1. júlí 2024 hafa reglur um bifreiðahlunnindi breyst, þannig að hlunnindi vegna rafmagnsbíla lækka úr 25% í 20% af kaupverði bifreiðar. Á sama tíma halda hlunnindi vegna jarðefnaeldsneytisbíla áfram að vera 28%.